“Ég hef fengið heilun hjá Svövu og finnst hún mjög fagleg og hæfileikarík. Einnig hef ég farið í dáleiðslu og fékk áberandi betri svefn eftir það, það hefur tekið ögn lengri tíma að vinna á nikótín fíkn hjá mér en það er allt að koma. Ég er í heildina mjög ánægður viðskiptavinur.”

— Umsagnaraðili

“Margt í lífi

mínu breyttist”

"Ég fór til Svövu í dáleiðslu af einskærri forvitni. Ég vissi aðeins hver hún var og veit að hún hefur mjög þægilega og góða nærveru. Ég byrjaði á að segja henni hvað ég væri að díla við. Hún sagði mér að draga spil og þar var engill og hún talaði um hvað þessi engill gerði og fræddi mig um hann. Í framhaldinu lagðist ég á bekk og fekk teppi og umhverfið var mjög þægilegt. Hún byrjaði svo að tala og ég var með meðvitund allan tímann en hún náði að kalla fram í huga mér myndir sem fengu mig á flug í ákveðið ævintýri. Þetta var mjög sérstakt og ég vissi ekki hvort þetta ætti að vera svona eða hvað. Eftir á var mér mikið hugsað til þessarar upplifunar og var til í að fara aftur og sjá hvort það yrði eins eða hvað? Það var sama rútína og sami engillinn nýttur. Ég fór aftur á bekkinn og Svava byrjaði að tala. Ég var einnig með meðvitund allan tímann en fór engu að síður í mikið ferðalag og var í raun staðfesting á að þetta var eitthvað sem ég hefði ekki verið að hugsa um eða náð að framkalla myndrænt eins og ég upplifði þarna. Ég verð því að segja að þetta var einstök upplifun þar sem ég hafði innst inni enga trú á þessu, var bara forvitin. En það voru einhverjir galdrar þarna og mæli hiklaust með að prófa þetta og ég fékk hugarró sem ég var að leita eftir og margt í lífi mínu breyttist sem ég átti ekki von á."

-Umsagnaraðili.-

Langar að deila með ykkur upplifum mína af heilun hjá Svövu Halldórsdóttur

“Skellti mér til hennar í heilun og verð bara að segja ykkur að það er meiriháttar í alla staði. Byrjuðum á því að taka tal saman um hvað ég vildi að hún myndi leggja áherslu á og sagði ég henni það í sambandi við líkamlegt vesen, eftir gott samtal var farið inn í herbergið sem hún notar og lagðist þar á bekk og svo er byrjað, leggur hún hendur á mig þar sem ég þurfti á að halda og þegar hún var búin að vera að í smá stund verð ég fyrir þeirri upplifun að sé indjána standa hjá henni sem var mögnuð upplifun ( var með augun lokuð annan tímann ) Fann allan tímann fyrir svo mikilli ró og yndislegum frið og fór í smá andlegt ferðalag sem hjálpaði mér mikið að losna við hluti sem ég hef verið að burðast með í mörg ár og sú losun gerðist daginn eftir heilunina. Og þvílíkur léttir .

Eitt sem okkur fannst fyndið eftir á var að ég hef verið að burðast með mikla verki í hálsi í tugi ára eftir harðan þriggja bíla árekstur sem ég lenti í, var að þegar hún Svava setur hendurnar aftan í hálsinn magnast svo munnvatnið hjá mér að ég var sífellt að kyngja því í smá tíma :) veit ekki hvernig stóð á því en hef verið að hugsa hvort það hafi hreinlega verið einhver vökvi í kringum hálsliðina sem losnuðu þarna ,og ég ætla bara að trúa því að svo hafi verið .

Fann einnig hvernig mín andlega hlið lagaðist, fann fyrir svo mikilli gleði þegar ég var komin heim og er enn nokkrum dögum seinna og er mörgum kílóum léttari andlega.

Þegar tímanum var lokið sagði Svava að ég mætti liggja aðeins lengur þegar hún fer út úr herberginu en það get ég sagt ykkur að mér leið svo vel að ég hefði nú bara geta legið þarna allan daginn .

Þannig að ég hvet alla til að fara til hennar Svövu í hvort sem það er heilun, reiki, eða dáleiðsla því ég get fullyrt að þið eruð í góðum höndum hjá henni og ég sjálf á eftir að prófa fleiri meðferðir hjá henni .”

Virðingarfyllst og með bestu kveðju.

-Valborg H Kristjánsdóttir-