Ég er 51 árs gömul og á börn, barnabörn, kærasta og fjölskyldu. Ég hef fengið frelsi frá ýmsum fíknum gegnum sjálfsvinnu, heilun, dáleiðslu og 12 sporavinnu. Ég hef lært dáleiðslu, heilun, reiki og englareiki. Ég er að læra að elska sjálfa mig eins og ég er og á meðan ég geri það hjálpa ég öðrum að gera það sama. Margt hefur mótað mig og gert mig að því sem ég er í dag. Með því að bera ábyrgð, framkvæma það sem gerir mér gott, halda áfram að lifa einn dag í einu og leita leiðsagnar hjá æðri mætti, tekst mér að elska sjálfa mig og aðra skilyrðislaust. Ég trúi að ég sé ljósberi og tilgangur minn er að gefa ljósið áfram með heilun og dáleiðslu.